Prenta

Fjársjóður af myndum

Ritað .

Um leið og við óskum nemendum og aðstandendum þeirra ánægjuríkra daga í sumarfríinu langar okkur að benda ykkur á að það gæti verið gaman á rigningardögum í sumar að skoða myndasafnið okkar. Þar má finna brot af því besta sem gert var í skólanum í vetur. Einnig eru myndbönd af árshátíðum og fleiri viðburðum. 

Gleðilegt sumar!

Prenta

Skólaslit og útskrift - vor 2015

Ritað .

Þriðjudagur 9. júní

Útskrift í 10. bekk kl 18:00 í Engi

Miðvikudagur 10. júní

BORGIR

  • kl 09:00  1.-4. bekkur 
  • kl 09:30  5.-7. bekkur 

 ENGI

  • kl 10:30  1.-5. bekkur
  • kl 11:00  8.-9. bekkur   
Prenta

Afreks íþróttakrakkar í Vættaskóla

Ritað .

rvk urval juni 2015

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda var haldið í Stokkhólmi í lok maí.

Í úrvalsliði Reykjavíkur voru 41 keppandi og þar af 2 stúlkur úr Vættaskóla.

Karen Birta Jónsdóttir keppti í frjálsum íþróttum og Þyri Erla Sigurðardóttir keppti í Handbolta.

Stúlkurnar stóðu sig með mikilli prýði og óskum við þeim til hamingju með árangurinn.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar af mótinu á heimasíðu Íþróttabandalags Reykjavíkur www.ibr.is sem og facebook síðu bandalagsins.

Auk þess má geta þess að Sara Sif Helgadóttir keppti um daginn í Bandaríkjunum með Íslenska landsliðinu og svo hafa „Sörurnar“ þ.e. Sara Sif Helgadóttir og Sara Dögg Hjaltadóttir verið valdar í U-15 ára landliðshóp kvenna sem mun fara til Skotlands í ágúst.

sorur handbol juni 2015