postur1-1

leyfi1-1

Stelpur filma

Við stelpurnar Fríða , Maya ,Halíma, Bríana, Sara Líf V og Danía í 9. bekk fórum á kvikmyndanámskeið í Norrænahúsi og þar vorum við að læra að klippa, taka upp og búa til handrit. Í vikunni tókum við upp stuttmynd og hlustuðum á fyrirlestra með flottu fólki. Þetta var krefjandi verkefni og erfiðara en við bjuggumst við en allt í allt var þetta ágætt og fræðandi verkefni. Stuttmyndin okkar er sýnd á RIFF ásamt stuttmyndum annarra hópa og fengum við viðurkenningu fyrir að taka þátt. 

stelpur filma20161004 084240 640x360

Prenta | Netfang

Fjör hjá nemendum í unglingadeild

Nemendur í viðburðastjórnun stóðu fyrir útileikjum hjá unglingastigi föstudagnn 30. september í blíðskaparveðri. Þeir skipulögðu 5 leikjastöðvar og skiptu nemendahópnum í fimm hópa sem rúlluðu svo á milli stöðva. Markmið með uppbrotinu er að nemendur í unglingadeild hafi gaman saman.
Það var sannarlega gaman saman í frábæru veðri eins og sjá má á myndum frá þessu skemmtilega uppbroti. Vel skipulagt hjá þeim nemendum sem stóðu fyrir uppbrotinu og glaðir nemendur sem tóku þátt 

Prenta | Netfang

Starfsdagur og foreldrasamráðsdagur

Við viljum minna á að á morgun er starfsdagur í Vættaskóla og þar af leiðandi frídagur hjá nemendum. Á fimmtudaginn er foreldrasamráð og bendum við þeim foreldrum sem enn eiga eftir að panta viðtal að fara á Mentor til þess.foreldrasamrad

 

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...