Prenta |

First Lego league keppnin

Ritað .

Við í Vættaskóla tókum þátt í First Lego league keppninni sem haldin var þann 14. nóv.  Það voru 8 vaskir drengir (Arnar Gauti, Einar Andri, Einar Páll, Gabríel, Sigurður Þór, Sævar, Vikar og Þorgrímur)sem kepptu fyrir hönd skólans með því að kynna rannsóknarverkefni og keppa í þrautabraut með vélmenni. Það voru 19 lið sem mættu til leiks og okkur gekk vel, höfnuðum í 2.-3. sæti í rannsóknarverkefni og í 4. sæti í vélmennaþrautabraut
Nánar á www.firstlego.is
 

Prenta |

Göngum í skólann 2015

Ritað .

Fimmtudaginn 22. október fengu bekkirnir sem sigruðu í verkefninu Göngum í skólann afhentan "Gullskóinn".  Í Borgum sigraði 6. RF og í Engjum var það 3. SS.

Hér á myndinni má sjá 6. RF og 3. SS með Gullskóinn.

6 rf gong 1

3 ss 2015 gongum

Prenta |

Valdir í U15 landsliðshóp í handbolta

Ritað .

u 15 landslidshopur handbolta

Hér má sjá þá fimm pilta sem voru valdir í U15 landsliðshóp Íslands síðasta vetur en nú eru þeir fjórir valdir þar sem Arnar Máni Rúnarsson er meiddur. Þeir Fjölnispiltar sem leika leikina í Dalhúsum um helgina gegn Grænlendingum eru Jón Bald Freysson, Hafsteinn Óli Ramos Rocha, Goði Ingvar Sveinsson og Daníel Freyr Rúnarsson.

Við hvetjum alla til að kíkja í Dalhúsin um helgina og sjá efnilega íslenska pilta spila gegn grænlenska landsliðinu.