Prenta

Marita forvarnarfræðsla

Ritað .

Forvarnarfræðsla á vegum Marita verður  þriðjudaginn 28. okt. 

  • 5. bekkir úr báðum húsum mæta í Engi kl. 8:20 ásamt foreldrum sínum. 
  • 8.-10. bekkur, í Engi, kl. 10:00.  8. bekkur fer fram kl. 11:00. 
  • 9.- 10. bekkur halda áfram til kl. 12:00. 

Foreldrum í  8.-10. bekk er  boðið að koma á forvarnarfund um kvöldið kl. 18:30 í Engi. Boðið verður upp á súpu.

Vonumst til að sjá sem flesta!

 

Prenta

7. klasse arbejder med krops-ord i dansk

Ritað .

Prenta

Átakið "Göngum í skólann"

Ritað .

ISI Gongum-i-skolann-HQ Strakur

Átakið Göngum í skólann var sett miðvikudaginn 10. september í Laugarnesskóla.

Við í Vættaskóla tökum þátt og næstu þrjár vikur skrá nemendur á lista í heimastofu sinni hvernig þeir koma í skólann.

G: gangandi

H: hjólandi

B: í bíl

V: á vélhjóli / vespu.

Í byrjun október verður svo fundið út hvaða bekkur er með hæsta hlutafall þeirra sem koma gangandi eða hjólandi í skólann.

Sá bekkur mun svo fá afhentan „Gullskóinn“ til varðveislu í eitt ár.

Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.

Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar og hlaup. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.