Prenta

Grunnskólamót í boðsundi.

Ritað .

Vttaskli

Í dag fór fram Grunnskólamót SSÍ í sundi 2014 í Laugardalslaug. 19 skólar tóku þátt en keppt var í tveimur flokkum; 5-7. bekk og 8-10. bekk og synt var í 8x25 metra boðsundi með frjálsri aðferð. 17 lið voru í yngri flokknum og 13 í þeim eldri. Fyrst var keppt í undanrásum og komust 8 hröðustu úr hvorum flokki áfram í fyrri undanúrslit. 4 hröðustu af þeim komust svo áfram í seinni undanúrslit og tvær hröðustu sveitirnar kepptu svo í úrslitum í lokin. Mikil stemning myndaðist en um 350 manns voru á pöllunum þegar mest lét en Adolf Ingi Erlingsson var þulur og stjórnaði mannskapnum. Sveit Vættaskóla 5.- 7. bekk stóð sig frábærlega keppti í undanrásum og varð í 6. sæti og synti svo aftur en í þetta sinn náðum við ekki að komast áfram. Unglingasveitin stóð sig líka vel en komst því miður ekki áfram í þetta sinn. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í Grunnskólamóti í boðsundi og að ári mætum við enn öflugri til leiks. Úrslitin voru eftirfarandi: Flokkur 5-7. bekkjar: 1. sæti - Holtaskóli - 2:08,13 2. sæti - Fossvogsskóli - 2:08,82 3. sæti - Foldaskóli - 2:11,11 Flokkur 8-10. bekkjar: 1. sæti - Heiðarskóli - 1:49,35 2. sæti - Akurskóli - 1:54,15 3. sæti - Holtaskóli - 1:57,32

Prenta

Aðalsteinn keppir með U16 landsliðinu í handbolta

Ritað .

Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson nemandi í 10.RÓ er þessa dagana á keppnisferðalagi um Pólland og Þýskaland með U-16 landsliðinu í handbolta. Aðalsteinn mun keppa fyrir Íslands hönd í Póllandi dagana 4.-6. apríl við landslið Noregs, Póllands og Ungverjalands. Síðan fara þeir þann 7. til Berlínar og keppa tvo leiki við unglingalið Fusche-Berlín. Hér er hægt að lesa um U-16 landsliðið á vef HSÍ.

alli bakalli

Prenta

1. apríl í Vættaskóla

Ritað .

Það var vor í lofti í dag í Vættaskóla. 

Í tilefni dagsins vorum við með lítið og nett aprílgabb.  Það var látið berast út að þekktur fótboltakappi myndi heiðra okkur með nærveru sinni í hádegisfrímínútum og jafnvel gefa eiginhandaraáritanir.  Margir voru vantrúaðir en tóku samt ekki áhættuna á að missa af hugsanlegum stórviðburði og vildu vera með á hópmynd. Þegar það kom í ljós að þetta var grín þá ákváðu nokkrir nemendur að vera ekkert að svekkja sig á því og fengu eiginhandaráritun hjá Marinó deildarstjóra í staðinn. 

1 april Borgir heimasida1 april Borgir heimasida2