Prenta

Dagur íslenskrar tungu 2014

Ritað .

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í unglingadeildinni föstudaginn 14. nóvember. Fjölbreytt dagskrá var í boði og meðal annars voru veitt verðlaun í ljóðasamkeppni unglingadeildarinnar.  Í fyrsta sæti var  Margrét Rún í 10. bekk fyrir ljóðið Hún og í öðrú sæti Lena Dögg í 8. bekk fyrir ljóðið Villtir hestar.

Prenta

Þemadagar - Töframenn í heimsókn

Ritað .

Dagana 20. - 21. nóvember eru þemadagar í Vættaskóla. Nemendur mæta báða dagana kl 8:20 og fara heim eftir hádegismat kl 12.  Hvergiland og Brosbær eru opin fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir.

Töframennirnir Einar Mikael og Viktoría sóttu Vættaskóla heim þann 19. nóvember og skemmtu krökkunum. Það var vel tekið á móti þeim og vildu krakkarnir ólmir fá að aðstoða töframennina við ýmis töfrabrögð. Heimsókn þeirra var kveikja að þemadögum sem verða á fimmtudag og föstudag á yngsta- og miðstigi. Þemað í ár snýst um töfra og tónlist og vonandi munu nemendur hafa gagn og gaman á þessum töfratónlistardögum. 

 

Prenta

Starfsdagur 12. nóvember

Ritað .

Miðvikudaginn 12. nóvember er sameiginlegur starfsdagur hjá skólum í Grafarvogi. Engin kennsla verður þann dag en Brosbær og Hvergiland verða opin fyrir þau börn sem þar eru skráð.