Prenta

skráning í mat- Rafræn Reykjavík

Ritað .

Vegna álags í Rafrænni Reykjavík næst því miður ekki að opna fyrir skráningu á áskrift í mat.

Nemendur sem voru í áskrift við Vættaskóla eru það áfram að óbreyttu. Nýir nemendur sem þess óska munu fá mat þar til hægt verður að ganga frá skráningu. Óþarft er að tilkynna það sérstaklega. Ef nemendur eru ekki með nesti fyrstu dagana þá fá þeir mat.

AÐSTANDENDUR MUNU FÁ SENDAN PÓST FRÁ SKRIFSTOFU SKÓLANS UM LEIÐ OG HÆGT ER AÐ SKRÁ INN. 

ÞÁ ÞURFA ÞEIR SEM ÆTLA AÐ PANTA MAT EÐA ÁVEXTI AÐ SKRÁ SIG OG EINS EF EINHVERJIR ÆTLA AÐ HÆTTA Í ÁSKRIFT ÞÁ ÞARF AÐ SEGJA HENNI UPP!

Prenta

Skólasetning 22. ágúst 2014

Ritað .

Skólasetning í Vættaskóla verður sem hér segir:

  • 1. bekkur -ENGI - nemendur verða boðaðir  ásamt foreldrum í viðtal hjá umsjónarkennara þann 22. ágúst. Kennsla hefst mánudaginn 25. ágúst.
  • 1. BORGIR-  nemendur verða boðaðir ásamt foreldrum í viðtal hjá umsjónarkennara dagana 22. og 25. ágúst.  Kennsla hefst þriðjudaginn 26. ágúst.
  •             Kl. 9:00           2.- 5. bekkur Engi
  • Kl. 10:00         8.-10. bekkur Engi
  • Kl. 11:00         2. -5. bekkur Borgir
  • Kl. 12:00         6. og 7. bekkur Borgir

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 25. ágúst.

Innkaupalista er hægt að nálgast hér.

 Hlökkum til að hitta ykkur,

Starfsfólk Vættaskóla

Prenta

Útskrift 10.bekkjar

Ritað .

Árgangur 1998 útskrifaðist við hátíðlega athöfn í Engi s.l. fimmtudag. Það var glæsilegur hópur ungmenna sem tók við grunnskólaskírteinum sínum. Við óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni og þökkum fyrir góðan tíma með þeim undanfarin ár.