Prenta

Upplestur við verðlaunaafhendingu

Ritað .

11151063 462330840590929 5831774130258134245 nGuðríður Halima Essabiani 7.SS, sigurvegari í Stóru upplestrarkeppninni í Grafarvogi, las upp úr bókinni Hafnfirðingabrandarinn við verðlaunaafhendingu í athöfn í Höfða á síðasta vetrardag.

 

 

 

Tvær unglingasögur fá barnabókaverðlaun reykvískra fræðsluyfirvalda árið 2015; Hafnfirðingabrandarinn  eftir Bryndísi Björgvinsdóttur var valin besta frumsamda bókin. Eleanor og Park var valin best þýdda barnabókin en Birgitta Elín Hassel og Marta Hlín Magnadóttir sneru þeirri sögu eftir bandaríska rithöfundinn Rainbow Rowell.

Prenta

Ungir fréttamenn

Ritað .

Í tilefni af Barnamenningarhátíð sem stendur nú sem hæst, bauð RÚV nemendum í efstu bekkjum grunnskólanna að sækja um sem fréttamenn á hátíðinni. Við eigum þar tvo fulltrúa, þau Jens Þórarin Jónsson og Margréti Rún Styrmisdóttur.
Hér má lesa fréttir sem þau hafa samið og Jens Þórarinn tók einnig myndirnar sem fylgja fréttunum hans. Efnilegir fréttamenn þarna á ferð!

"Svipmyndir frá fyrsta degi hátíðarinnar"   eftir Jens Þórarin

"Hvað gerir þú við hárið þitt" eftir Margréti Rún

"Ég fæddist í landi sem lifir"  eftir Jens Þórarin

Prenta

Grænn dagur

Ritað .

Í dag er Grænn dagur í borginni þar sem allir eru hvattir til að fara út og tína upp rusl í einn svartan ruslapoka. Við í Vættaskóla létum ekki okkar eftir liggja í ruslatínslu. 

Það var gaman að sjá hvað börnin voru dugleg að hreinsa til í kringum skólann í morgun. Allt orðið svo hreint og fínt til að taka á móti sumrinu á morgun hvað svo sem veðurfræðingar eru að spá. 

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn

Hér má sjá 1.EG með þeirra framlag í að viðhalda umhverfinu okkar hreinu.