Prenta

Smásagnasamkeppni

Ritað .

Vekjum athygli á þessari skemmtilegu smásagnasamkeppni. 

Kennarasamband Íslands í samstarfi við Heimili og skóla efnir til smásagnasamkeppni meðal nemenda í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum. Tilefni smásagnasamkeppninnar er Alþjóðadagur kennara sem haldinn er hátíðlegur 5. október um allan heim.
Skilafrestur á smásögum er 20. september 2015, Nánari upplýsingar hér. http://www.heimiliogskoli.is/2015/08/smasagnasamkeppni-i-tilefni-althjodadags-kennara/

Prenta

Skólasetning 2015

Ritað .

Skólasetning Vættaskóla verður mánudaginn 24. ágúst sem hér segir:

kl 9:00      2.-5. bekkur- ENGI

kl 10:00    8.-10. bekkur- ENGI

kl 11:00    2.-5. bekkur- BORGIR

kl 12:00    6.-7. bekkur- BORGIR

  • 1. bekkur:  Nemendur verða boðaðir  ásamt aðstandendum í viðtal hjá  umsjónarkennara dagana 24. - 25. ágúst. Kennsla hefst hjá 1. bekk þann 26. ágúst.

 

Innkaupalista er hægt að nálgast hér.

 

Prenta

Fjársjóður af myndum

Ritað .

Um leið og við óskum nemendum og aðstandendum þeirra ánægjuríkra daga í sumarfríinu langar okkur að benda ykkur á að það gæti verið gaman á rigningardögum í sumar að skoða myndasafnið okkar. Þar má finna brot af því besta sem gert var í skólanum í vetur. Einnig eru myndbönd af árshátíðum og fleiri viðburðum. 

Gleðilegt sumar!