Prenta

Starfsdagur og foreldrasamráð

Ritað .

Föstudaginn 9. október er sameiginlegur starfsdagur skólanna í Grafarvogi og á Kjalarnesi.  Því er engin kennsla þann dag.  Frístundaheimilin Brosbær og Hvergiland eru einnig lokuð.

Mánudaginn 12. október er foreldrasamráðsdagur. Foreldrar koma ásamt börnum í viðtal hjá umsjónarkennara. Þeir sem eru ekki búnir að bóka viðtal í gegnum Mentor.is eru hvattir til að gera það sem allra fyrst.  Hér má sjá kennslumyndband varðandi það.  https://www.youtube.com/watch?v=lLHx3ngQD6g

 

 

Prenta

Norræna skólahlaupið

Ritað .

Hið árlega norræna skólahlaup var þreytt hjá okkur í morgun í rigningarsudda. 429 nemendur auk starfsmanna létu það ekki á sig fá og hlupu brosandi þá tvo og hálfan kílómetra sem hlaupið er. Sumir létu það ekki duga og 21 nemandi hljóp tvöfaldan hring (5 km) og þá voru 9 nemendur sem hlupu heila 10 kílómetra.
Að hlaupi loknu biðu starfsmenn í mötuneyti eftir hlaupagörpunum með heitar pylsur og svaladrykk. Myndir frá hlaupinu má að sjálfsögðu sjá á myndasíðunni okkar.
Norræna skólahlaupið er hluti af þemadögum sem bera yfirheitið heilsuefling.